18. janúar 2014

Toondoo - teiknimyndasögur

Toondoo - teiknimyndagerð

Ókeypis vefur þar sem hægt er að búa til teiknimyndsögur. Einnig hægt að hlaða niður appinu í ios tæki (App Store).


Örugg netnotkun - Spilaborð á Smartinu


Örugg netnotkun - leikur frá Paxel123

Leikur sem kennir örugga netnotkun. Hægt að stoppa við spurningar í leiknum og ræða t.d. hvenær leikir eru bannaðir (tekið dæmi þegar stendur +18 framan á leikjunum). Flott umræða fyrir yngsta stig.


Steps 1-2 - enskukennsla


Steps 1-2 (vefur á norsku)



PAXEL123 leikjavefur

Paxel123

PAXEL123.com vefurinn er ætlaður nemendum á leik- og grunnskólaaldri sem eru að stíga sín fyrstu skref í því að vinna með orð og hugtök tengd móðurmáli og stærðfræði. Aðgangur er og verður ókeypis, engar auglýsingar munu birtast hér, engrar skráningar er krafist og engum persónulegum upplýsingum er safnað um notendur.
Markmiðið með PAXEL123.com er að örva læsi í stærðfræði og móðurmáli með örvandi tölvuleikjum. Þá er einn leikur sem fjallar um örugga netnotkun. Fleiri leikir munu bætast reglulega við ásamt fleiri tungumálum auk þess sem það er í vinnslu að forrita suma leikina fyrir iPad.
Leikirnir á PAXEL123.com örva formskynjun, talnaskilning og rökhugsun auk þess sem þar er að finna rímleiki og stafarugl. Leikirnir henta einnig sem ítarefni við sérkennslu þ.m.t. að vinna með börnum af erlendum uppruna.